To see the complete Icelandic newspaper as a pdf file, click this link: www.visir.is/paper/fbl/080418.pdf
FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008
Mikill léttir að platan sé tilbúin
ohanna, fyrsta plata söngkonunnar Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur í mörg ár, kom út í gær. Að baki henni liggur margra ára vinna. „Ég er búin að vera að vinna í þessari plötu alveg frá því að ég var tólf, þrettán ára. Þetta hefur verið mikil vinna og það eru miklar pælingar sem liggja þarna að baki,“ segir Jóhanna Guðrún. „Það er eiginlega bara mikill léttir að hún sé loksins tilbúin og komin út,“ bætir hún við. Jóhanna Guðrún vann meðal annars með Lee Horrock, lagahöfundi og pródúsenti, við gerð plötunnar, en hann samdi meðal annars lögin ásamt Jóhönnu Guðrúnu. Horrock er enginn nýgræðingur í bransanum, því hann hefur áður unnið með stjörnum á borð við Celine Dion, Lindsay Lohan og Enrique Iglesias. Upptökustjóri var hins vegar Grammy-verðlaunahafinn Husky Höskulds, sem á að baki samstarf með ekki ófrægara fólki en Tom Waits, Sheryl Crow og Noruh Jones.
sunna@frettabladid.is
Jóhanna Guðrún segir að á nýrri plötu sinni, Yohanna, sé að finna fjölbreytni og dýpt.
Jóhanna Guðrún segir lögin á plötunni eðlilega hafa breyst með tímanum. „Þau sem ég hef verið að vinna lengi með hafa breyst og þroskast með mér. Maður gerir þau náttúrlega ekki eins þegar maður er þrettán og sautján,“ segir hún brosandi. Jóhanna Guðrún segir það einnig hafa verið meðvitaða ákvörðun að bíða með útgáfu plötu þar til hún hefði náð sautján ára aldri. „Við vildum frekar að ég kæmi fram sem fullorðin manneskja, í staðinn fyrir að koma fram sem unglingastjarna. Það er líka mjög erfitt að losna við barnastjörnunafnið, ef fólk festist í því,“ útskýrir hún. Plötuna Yohanna segir Jóhanna Guðrún vera mjög fjölbreytta. „Þar er að finna áhrif frá mörgum tónlistarmönnum sem ég hef hlustað á í gegnum tíðina, eins og Eagles, Queen, Alanis Morrissette og Sheryl Crow. Þetta hefur allt haft sín áhrif. Lögin eru líka þannig að maður þarf að taka sér tíma í að hlusta á lögin og textana og velta þeim fyrir sér. Það er mikil dýpt í þeim,“ segir Jóhanna. Hún flýgur til Danmerkur í dag, þar sem hún hefur verið við söngnám í Complete Vocal Institute síðustu mánuði, en lýkur því í maí. „Ég á örugglega eftir að fljúga eitthvað heim og fylgja plötunni eftir. Við byrjum hérna heima og tökum eitt skref í einu,“ segir Jóhanna Guðrún. Hún segir ekkert ákveðið um hvort Bandaríkin eða Bretland verði næst á dagskrá. „Við sjáum bara til með það. Það kemur bara í ljós ef og þegar það gerist,“ segir Jóhanna.
Although I don't speak any Icelandic, I often translate Icelandic texts for myself and this website. Of course, I try to make every effort to reproduce the meaning of the texts as accurately as possible, but nobody is perfect... So, if you find something that seem to be not correct, please let me know and send a short email to:
Album cover 2008
YOHANNA „Butterflies and Elvis“
Label: Hljóðsmiðjan, Ísland published April 17th, 2008
IMPORTANT NOTE:
Fréttablaðið April 18, 2008 - page 34
Screenshot of the original article
graphic created by Yohanna.de (click thumbnail to enlarge)
2008
To see the complete Icelandic newspaper as a pdf file, click this link: www.visir.is/paper/fbl/080418.pdf
FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008
Mikill léttir að platan sé tilbúin
ohanna, fyrsta plata söngkonunnar Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur í mörg ár, kom út í gær. Að baki henni liggur margra ára vinna. „Ég er búin að vera að vinna í þessari plötu alveg frá því að ég var tólf, þrettán ára. Þetta hefur verið mikil vinna og það eru miklar pælingar sem liggja þarna að baki,“ segir Jóhanna Guðrún. „Það er eiginlega bara mikill léttir að hún sé loksins tilbúin og komin út,“ bætir hún við. Jóhanna Guðrún vann meðal annars með Lee Horrock, lagahöfundi og pródúsenti, við gerð plötunnar, en hann samdi meðal annars lögin ásamt Jóhönnu Guðrúnu. Horrock er enginn nýgræðingur í bransanum, því hann hefur áður unnið með stjörnum á borð við Celine Dion, Lindsay Lohan og Enrique Iglesias. Upptökustjóri var hins vegar Grammy- verðlaunahafinn Husky Höskulds, sem á að baki samstarf með ekki ófrægara fólki en Tom Waits, Sheryl Crow og Noruh Jones. Jóhanna Guðrún segir lögin á plötunni eðlilega hafa breyst með tímanum. „Þau sem ég hef verið að vinna lengi með hafa breyst og þroskast með mér. Maður gerir þau náttúrlega ekki eins þegar maður er þrettán og sautján,“ segir hún brosandi. Jóhanna Guðrún segir það einnig hafa verið meðvitaða ákvörðun að bíða með útgáfu plötu þar til hún hefði náð sautján ára aldri. „Við vildum frekar að ég kæmi fram sem fullorðin manneskja, í staðinn fyrir að koma fram sem unglingastjarna. Það er líka mjög erfitt að losna við barnastjörnunafnið, ef fólk festist í því,“ útskýrir hún. Plötuna Yohanna segir Jóhanna Guðrún vera mjög fjölbreytta. „Þar er að finna áhrif frá mörgum tónlistarmönnum sem ég hef hlustað á í gegnum tíðina, eins og Eagles, Queen, Alanis Morrissette og Sheryl Crow. Þetta hefur allt haft sín áhrif. Lögin eru líka þannig að maður þarf að taka sér tíma í að hlusta á lögin og textana og velta þeim fyrir sér. Það er mikil dýpt í þeim,“ segir Jóhanna. Hún flýgur til Danmerkur í dag, þar sem hún hefur verið við söngnám í Complete Vocal Institute síðustu mánuði, en lýkur því í maí. „Ég á örugglega eftir að fljúga eitthvað heim og fylgja plötunni eftir. Við byrjum hérna heima og tökum eitt skref í einu,“ segir Jóhanna Guðrún. Hún segir ekkert ákveðið um hvort Bandaríkin eða Bretland verði næst á dagskrá. „Við sjáum bara til með það. Það kemur bara í ljós ef og þegar það gerist,“ segir Jóhanna. sunna@frettabladid.is
Jóhanna Guðrún segir að á nýrri plötu sinni, Yohanna, sé að finna fjölbreytni og dýpt.
Album cover 2008
YOHANNA „Butterflies and Elvis“
Label: Hljóðsmiðjan, Ísland published April 17th, 2008
Fréttablaðið April 18, 2008 - page 34
Screenshot of the original article
graphic created by Yohanna.de (click thumbnail to enlarge)
Although I don't speak any Icelandic, I often translate Icelandic texts for myself and this website. Of course, I try to make every effort to reproduce the meaning of the texts as accurately as possible, but nobody is perfect... So, if you find something that seems to be not correct, please let me know and send a short email to:
IMPORTANT NOTE:
YohannaMusic official:
2008
If you like it…
soon upcoming EVENT
There are currently 46 articles, translations, etc. online! MORE will follow soon!
YohannaMusic offical:
If you like this page…:
Jóhanna Guðrún‘s MUSIC
Photo by Helgi Ómarsson
Source: FRÉTTABLAÐIÐ Date: April 18th, 2008 Country: Iceland