A little note about this translation: To make it short, actually I don't speak Icelandic and my abilities in English are rather poor… Therefore: Please, don't hesitate to send me a short email if you found some translation errors! In this case or for suggestions etc. please send an email to Juergen@Yohanna.de
2001
Tengdir tenglar:
(All) about the album »ÉG SJÁLF« (2001) Lots of details about Jóhanna‘s second album like lyrics, songwriter, musicians, etc,
Jóhanna Guðrún er með nýjan disk fyrir jólin
Það er nóg að gera við að árita nýja diskinn.
Jóhanna Guðrún er ánægð með nýja diskinn sinn.
Og það er ekki að spyrja að því, diskurinn hefur nú selst í meira en 5 þúsund eintökum og Jóhanna Guðrún hefur tekið við gullplötu fyrir það. En fyrri platan hennar seldist í meira en 10 þúsund eintökum. Fjögur frumsamin lög „Þessi plata er svolítið svipuð plötunni í fyrra en alls ekki eins. Við María Björk völdum lögin saman og svo eru fjögur framsamin lög eftir Einar Bárðarson, Magnús Þór Sigmundsson og Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Þetta eru mjög góð lög, og mér finnst spennandi að syngja lög sem voru samin fyrir mig.“ – Fannst þér erfiðara að syngja þau en lög sem þú hafðir þegar heyrt? „Nei, eiginlega ekki. En ég þarf samt að pæla í hvernig ég syng lagið, en það er ekkert erfiðara að læra þau.“ Vön að fá athygli – Hefurðu verið að syngja mikið undanfarið? „Já, ég syng mest lög af nýju plötunni og kannski einhver jólalög yfir jólin. Ég kem mest fram í Kringlunni og Smáralind, ég syng svo á Lions- hátíð eins og ég hef gert síðan ég var lítil. Afi minn er í Lions. Ég tek svo þátt í tónleikum til styrktar krabbameinssjúkum börnum 30. desember.“ – Hvernig gengur að höndla frægðina? „Bara vel,“ segir Jóhanna Guðrún og ypptir öxlum kæruleysislega. „Ég er ekki neitt að æsa mig yfir þessu. Ég er bara… ég sjálf!“ segir hún og hlær að orðaleiknum. – Koma krakkar að tala við þig úti á götu? „Já, það gerist stundum. Þá reynir maður bara að vera almennilegur.“ – Það er ekkert erfitt að fá stöðuga athygli? „Nei, nei, mér er alveg sama, ég er ekkert að spá í það. Ég hef alltaf fengið mikla athygli. Þegar ég var lítil var ég alltaf að syngja á böllum og í afmælum. Þannig að ég er orðin vön því.“ Jóhanna Guðrún er búin að kaupa sér hljómborð og ætlar að prófa að semja lög sjálf. – Hefuðu lært á píanó? „Ég lærði einu sinni á píanó, en ég er að spá í að byrja aftur að læra, svo ég geti farið að semja lög.“ – Stefnirðu á að vera með eitt lag eftir þig á næstu plötu? „Ég veit það nú ekki. Maður veit ekkert hversu flott þetta verður hjá manni. Kannski er ég ekkert góð í þessu. Ég hugsa að það verði ekki lag eftir mig á næstu plötu.“ – Eitthvað að lokum? „Gleðileg jól, allir!“
ÉG SJÁLF heitir ný plata söngstelpunnar Jóhönnu Guðrúnar, sem gaf út diskinn 9 fyrir ári.
SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001
SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001
YohannaMusic official:
A little note about this translation: To make it short, actually I don't speak Icelandic and my abilities in English are rather poor… Therefore: If you should find errors in my translations, please let me know - I will correct them as soon as possible! In this case or for suggestions etc. please send an email to Juergen@Yohanna.de
2001
(All) about the album »ÉG SJÁLF« A lot of details about Jóhanna‘s second album from 2001 like lyrics, songwriter, musicians, etc,
Tengdir tenglar:
SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001
Jóhanna Guðrún er með nýjan disk fyrir jólin
ÉG SJÁLF heitir ný plata söng- stelpunnar Jóhönnu Guðrúnar, sem gaf út diskinn 9 fyrir ári. Og það er ekki að spyrja að því, diskurinn hefur nú selst í meira en 5 þúsund eintökum og Jóhanna Guðrún hefur tekið við gullplötu fyrir það. En fyrri platan hennar seldist í meira en 10 þúsund eintökum. Fjögur frumsamin lög „Þessi plata er svolítið svipuð plötunni í fyrra en alls ekki eins. Við María Björk völdum lögin saman og svo eru fjögur framsamin lög eftir Einar Bárðarson, Magnús Þór Sigmundsson og Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Þetta eru mjög góð lög, og mér finnst spennandi að syngja lög sem voru samin fyrir mig.“ – Fannst þér erfiðara að syngja þau en lög sem þú hafðir þegar heyrt? „Nei, eiginlega ekki. En ég þarf samt að pæla í hvernig ég syng lagið, en það er ekkert erfiðara að læra þau.“ Vön að fá athygli – Hefurðu verið að syngja mikið undanfarið? „Já, ég syng mest lög af nýju plötunni og kannski einhver jólalög yfir jólin. Ég kem mest fram í Kringlunni og Smáralind, ég syng svo á Lions- hátíð eins og ég hef gert síðan ég var lítil. Afi minn er í Lions. Ég tek svo þátt í tónleikum til styrktar krabbameinssjúkum börnum 30. desember.“ – Hvernig gengur að höndla frægðina? „Bara vel,“ segir Jóhanna Guðrún og ypptir öxlum kæruleysislega. „Ég er ekki neitt að æsa mig yfir þessu. Ég er bara… ég sjálf!“ segir hún og hlær að orðaleiknum. – Koma krakkar að tala við þig úti á götu? „Já, það gerist stundum. Þá reynir maður bara að vera almennilegur.“ – Það er ekkert erfitt að fá stöðuga athygli? „Nei, nei, mér er alveg sama, ég er ekkert að spá í það. Ég hef alltaf fengið mikla athygli. Þegar ég var lítil var ég alltaf að syngja á böllum og í afmælum. Þannig að ég er orðin vön því.“ Jóhanna Guðrún er búin að kaupa sér hljómborð og ætlar að prófa að semja lög sjálf. – Hefuðu lært á píanó? „Ég lærði einu sinni á píanó, en ég er að spá í að byrja aftur að læra, svo ég geti farið að semja lög.“ – Stefnirðu á að vera með eitt lag eftir þig á næstu plötu? „Ég veit það nú ekki. Maður veit ekkert hversu flott þetta verður hjá manni. Kannski er ég ekkert góð í þessu. Ég hugsa að það verði ekki lag eftir mig á næstu plötu.“ – Eitthvað að lokum? „Gleðileg jól, allir!“
Jóhanna Guðrún er ánægð með nýja diskinn sinn.
Það er nóg að gera við að árita nýja diskinn.
SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001
If you like it…
soon upcoming EVENTS
There are currently 46 articles, translations, etc. online! MORE will follow soon!
YohannaMusic offical:
If you like this page…:
Jóhanna Guðrún‘s MUSIC
Photo by Helgi Ómarsson
Source: mbl.is Date: December 23rd, 2001 Country: Iceland