MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000
FÓLK Í FRETTUM
Blaðsiðu 65
Tónlist Geislaplata JÓHANNA GUÐRÚN Fyrsta sólóplata Jóhönnu Guðrúnar Utgefandi: Hljóðsmiðjan. Aðrir flytjendur: Arnþór Jónsson, Ásgeir Óskarsson, Björn Thoroddsen, Guðmundur Pétursson, Gunnar Þor Jónsson, Gunnlaugur Briem, Hafþór Guðmundsson, Haraldur Þorsteinsson, Hera Björk Þórhallsdóttir, Jóhann Ásmundsson, Jón Elvar Guðmundsson, Jón Ómar Erlingsson, Margrét Eir Hjartardóttir, Páll Rósinkranz, Pétur Hjaltested, Máni Svavarsson, Regína Ósk Óskarsdóttir, Sigurður Flosason, Sigurður Rúnar Jónsson, Stefán Örn Gunnlaugsson, Þorsteinn Magnússon, Þórður Guðmundsson. Íslenskir textar eftir: Karl Ágúst Úlfsson, Eggert Þorleifsson, Friðrik Sturluson og Kristján Hreinsson. Umsjón með söng og framkvæmdastjóra: María Björk. Stafræn hljóðblöndun og mastering: Gunnar Smári Helgason 11 lög, lengd 43:29 mín. ÍSLAND hefur eignast nokkrar barnastjörnur í gegnum tíðina sem hafa heillað unga sem aldna. Það er þó aðallega unga kynslóðin sem hefur látið hrífast og ófáar stelpur vildu vera í sporum Rutar Reginalds á sínum tíma syngja um hana Önnu eftirsóttu og Línu ballerínu. Enn bætist í hóp barnastjarnanna því nýverið kom út plata með hinni 9 ára gömlu Jóhönnu Guðrúnu þar sem hún syngur ýmis vinsæl dægurlög. Lögin eru öll erlend en með íslenskum textum eftir valinkunna menn á borð við Karl Ágúst Úlfsson og Eggert Þorleifsson. Jóhanna Guðrún býr yfir hreint ótrúlega góðri rödd af svo ungri manneskju vera og fer jafnlétt með syngja popplög og ballöður. Platan byrjar á laginu „Bíóstjarnan mín" (eitt af betri popplögum síðustu ára, „Torn") með skemmtilegum texta eftir Karl Ágúst: „..við hverja bíóferð, í brjósti ástin vex, ég bráðna við heyra þína rödd í THX..." „Mundu mig" („I‘ll" be there") er frábærlega sungið af Jóhönnu Guðrúnu og sjálfum Páli Rósinkranz og ekki syngur hún síður vel í laginu „Hvers
vegna?" („End of the world"). Lagavalið á plötunni er ágætt. Þarna eru nokkur af sykurhúðuðustu dægurlögum síðustu missera, eins og lag Christinu Aguilera, „Genie in a Bottle" („Álfadís í kletti") og All Saints lagið „Never Ever" („Aldrei aftur") í bland við eldri perlur, eins og fyrrnefnd „End of the world" og „I'U be there" og hið fallega „Stop" („Strax") sem Sam Brown söng af innlifun hér um árið og Jóhanna Guðrún gerir ekki síður nú. Það er gott lið á bakvið söngkonuna ungu á þessari plötu. Bakraddirnar eru í þaulvönum höndum Margrétar Eirar, Heru Bjarkar og Regínu Óskar sem allar teljast í hópi bestu söng - kvenna okkar og hljóðfæraleikur er í höndum ekki minni manna en Ásgeirs Óskarssonar, Jóhanns Ásmundssonar, Sigurðar Flosasonar og Gunnlaugs Briem svo einhverjir séu nefndir. Það er því ljóst að mikið er í plöt una lagt. Það sem mér þykir helst ámælisvert er efni einstaka texta. Mér þykir t.d. ótrúlegt svona ung manneskja eigi við þær fullorðins legu vina- og ástarflækjur stríða sem sumir textanna fjalla um eins og t.d. í laginu „Strax": „... Síðan ég frétti þú fórst á bakvið mig, finnst mér eins og einhver hafi kramið hjarta mitt...", undirrituð man allavega ekki eftir þessu frá sínum æskuárum! Markhópurinn fyrir þessa plötu er öllum líkindum ungar stelpur, 5-10 ára, og ég bara vona líf þeirra ekki svona flókið. Eins telst textinn í „Gúmmístígvél" („Boots are made for walking") ekkert sérlega uppeldislegur og ætti það vera umhugsunarefni fyrir útgefendur barnaefnis vanda ávallt til verka þegar ungir og áhrifagjarnir hlustendur eru annars vegar. Það þó segja til hróss textarnir eru á íslensku en það er alltaf gaman heyra nýleg popplög sungin á ástkæra, ylhýra, en eins og margir muna eftir var mikið um það hér á árum áður vinsælum erlendum dægurlögum var snarað yfir á íslensku og þau hljóðrituð. Plötuumslagið er vel gert, glaðlegt og upplífgandi í skammdeginu. Þetta er fín poppplata sem vinnur á við hverja hlustun og verður spennandi fylgjast með þessari ungu og efnilegu söngkonu í framtíðinni. Og mömmur og pabbar; ekki láta ykkur koma á óvart þó dætur ykkar (og eflaust synir líka, því þetta er ekkert endilega stelpuplata þó svo þær verði örugglega í miklum meirihluta hlustenda) eigi eftir standa fyrir framan spegilinn á næstunni með hárburstann eða pískarann úr eldhúsinu á lofti, syngja með af innlifun og láta sig dreyma um vera í sporum Jóhönnu Guðrúnar. Íris Stefánsdóttir
„Þetta er fín popplata sem vinnur á við hverja hlustun og verður spennandi fylgjast með þessari ungu og efnilegu söngkonu í fram tíðinni," segir Íris um fyrstu plötu Jóhönnu Guðrúnar.
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000
bls. 65
Bakhlið á geisladiskinum
2000
A little note about this translation: To make it short, actually I don't speak Icelandic and my abilities in English are rather poor… Therefore: Please, don't hesitate to send me a short email if you found some translation errors! In this case or for suggestions etc. please send an email to Juergen@Yohanna.de
(All) about the album »Jóhanna Guðrún - 9« A lot of details about Jóhanna‘s first album like lyrics, songwriter, musicians etc. NewsArchive: »Tónlistinn 50. vika 2000« Dec. 22, 2000 - the album charts week 50, 2000 Guess who the chart-stormer was back then...
Tengdir tenglar:
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000
FÓLK Í FRETTUM
Blaðsiðu 65
„Þetta er fín popplata sem vinnur á við hverja hlustun og verður spennandi fylgjast með þessari ungu og efnilegu söngkonu í fram tíðinni," segir Íris um fyrstu plötu Jóhönnu Guðrúnar.
Tónlist Geislaplata JÓHANNA GUÐRÚN Fyrsta sólóplata Jóhönnu Guðrúnar Utgefandi: Hljóðsmiðjan. Aðrir flytjendur: Arnþór Jónsson, Ásgeir Óskarsson, Björn Thoroddsen, Guðmundur Pétursson, Gunnar Þor Jónsson, Gunnlaugur Briem, Hafþór Guðmundsson, Haraldur Þorsteinsson, Hera Björk Þórhallsdóttir, Jóhann Ásmundsson, Jón Elvar Guðmundsson, Jón Ómar Erlingsson, Margrét Eir Hjartardóttir, Páll Rósinkranz, Pétur Hjaltested, Máni Svavarsson, Regína Ósk Óskarsdóttir, Sigurður Flosason, Sigurður Rúnar Jónsson, Stefán Örn Gunnlaugsson, Þorsteinn Magnússon, Þórður Guðmundsson. Íslenskir textar eftir: Karl Ágúst Úlfsson, Eggert Þorleifsson, Friðrik Sturluson og Kristján Hreinsson. Umsjón með söng og framkvæmdastjóra: María Björk. Stafræn hljóðblöndun og mastering: Gunnar Smári Helgason 11 lög, lengd 43:29 mín. ÍSLAND hefur eignast nokkrar barnastjörnur í gegnum tíðina sem hafa heillað unga sem aldna. Það er þó aðallega unga kynslóðin sem hefur látið hrífast og ófáar stelpur vildu vera í sporum Rutar Reginalds á sínum tíma syngja um hana Önnu eftirsóttu og Línu ballerínu. Enn bætist í hóp barnastjarnanna því nýverið kom út plata með hinni 9 ára gömlu Jóhönnu Guðrúnu þar sem hún syngur ýmis vinsæl dægurlög. Lögin eru öll erlend en með íslenskum textum eftir valinkunna menn á borð við Karl Ágúst Úlfsson og Eggert Þorleifsson. Jóhanna Guðrún býr yfir hreint ótrúlega góðri rödd af svo ungri manneskju vera og fer jafnlétt með syngja popplög og ballöður. Platan byrjar á laginu „Bíóstjarnan mín" (eitt af betri popplögum síðustu ára, „Torn") með skemmtilegum texta eftir Karl Ágúst: „..við hverja bíóferð, í brjósti ástin vex, ég bráðna við heyra þína rödd í THX..." „Mundu mig" („I‘ll" be there") er frábærlega sungið af Jóhönnu Guðrúnu og sjálfum Páli Rósinkranz og ekki syngur hún síður vel í laginu „Hvers vegna?" („End of the world"). Lagavalið á plötunni er ágætt. Þarna eru nokkur af sykurhúðuðustu dægurlögum síðustu missera, eins og lag Christinu Aguilera, „Genie in a Bottle" („Álfadís í kletti") og All Saints lagið „Never Ever" („Aldrei aftur") í bland við eldri perlur, eins og fyrrnefnd „End of the world" og „I'U be there" og hið fallega „Stop" („Strax") sem Sam Brown söng af innlifun hér um árið og Jóhanna Guðrún gerir ekki síður nú. Það er gott lið á bakvið söngkonuna ungu á þessari plötu. Bakraddirnar eru í þaulvönum höndum Margrétar Eirar, Heru Bjarkar og Regínu Óskar sem allar teljast í hópi bestu söngkvenna okkar og hljóðfæraleikur er í höndum ekki minni manna en Ásgeirs Óskarssonar, Jóhanns Ásmunds - sonar, Sigurðar Flosasonar og Gunnlaugs Briem svo einhverjir séu nefndir. Það er því ljóst mikið er í plötuna lagt. Það sem mér þykir helst ámælisvert er efni einstaka texta. Mér þykir t.d. ótrúlegt svona ung manneskja eigi við þær fullorðins legu vina- og ástarflækjur stríða sem sumir textanna fjalla um eins og t.d. í laginu „Strax": „... Síðan ég frétti þú fórst á bakvið mig, finnst mér eins og einhver hafi kramið hjarta mitt...", undirrituð man allavega ekki eftir þessu frá sínum æskuárum! Markhópurinn fyrir þessa plötu er öllum líkindum ungar stelpur, 5-10 ára, og ég bara vona líf þeirra ekki svona flókið. Eins telst textinn í „Gúmmístígvél" („Boots are made for walking") ekkert sérlega uppeldislegur og ætti það vera umhugsunarefni fyrir útgefendur barnaefnis vanda ávallt til verka þegar ungir og áhrifagjarnir hlustendur eru annars vegar. Það þó segja til hróss textarnir eru á íslensku en það er alltaf gaman heyra nýleg popplög sungin á ástkæra, ylhýra, en eins og margir muna eftir var mikið um það hér á árum áður vinsælum erlendum dægurlögum var snarað yfir á íslensku og þau hljóðrituð. Plötuumslagið er vel gert, glaðlegt og upplífgandi í skammdeginu. Þetta er fín poppplata sem vinnur á við hverja hlustun og verður spennandi fylgjast með þessari ungu og efnilegu söngkonu í framtíðinni. Og mömmur og pabbar; ekki láta ykkur koma á óvart þó dætur ykkar (og eflaust synir líka, því þetta er ekkert endilega stelpuplata þó svo þær verði örugglega í miklum meirihluta hlustenda) eigi eftir standa fyrir framan spegilinn á næstunni með hárburstann eða pískarann úr eldhúsinu á lofti, syngja með af innlifun og láta sig dreyma um að vera í sporum Jóhönnu Guðrúnar. Íris Stefánsdóttir
Bakhlið á geisladiskinum
MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2000
YohannaMusic official:
2000
(All) about the album »Jóhanna Guðrún - 9« A lot of details about Jóhanna‘s first album like lyrics, songwriter, musicians etc. NewsArchive: »Tónlistinn 50. vika 2000« Dec. 22, 2000 - the album charts week 50, 2000 Guess who the chart-stormer was back then...
Tengdir tenglar:
A little note about this translation: To make it short, actually I don't speak Icelandic and my abilities in English are rather poor… Therefore: If you should find errors in my translations, please let me know - I will correct them as soon as possible! In this case or for suggestions etc. please send an email to Juergen@Yohanna.de
If you like it…
soon upcoming EVENTS
There are currently 46 articles, translations, etc. online! MORE will follow soon!
YohannaMusic offical:
If you like this page…:
Jóhanna Guðrún‘s MUSIC
Source: Morgunblaðið Date: Nov 29th, 2000 Country: Iceland